Stuðningur til sjálfstæðis!
Blindravinnustofan gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu, sjónskertu og öðru fólki með fötlun atvinnu og starfa þar um 25 til 30 einstaklingar.
Blindravinnustofan hefur verið starfandi síðan 1941 og markmið og tilgangur hennar er að veita sínu fólki stöðuga atvinnu sem það gæti stundað sér til lífsviðurværis.
Verkefnin eru mismunandi eins og þau eru mörg en til að byrja með voru helstu verkefnin framleiðsla og sala á burstum. Í dag sér Blindravinnustofan um innpökkun, ljósmyndaskönnun, vörumerkingar og strimlakústagerð. Mikilvægasti hluti starfseminnar er pökkun á hreinlætisvörum sem seldar undir merkjum Blindravinnustofunnar.
Blindravinnustofan stuðlar að auknum stuðningi blindra og sjónskertra til sjálfstæðis