Pökkunarþjónusta

Blindravinnustofan tekur að sér að pakka, flokka og merkja hina ýmsu hluti.

Verkefni sem Blindravinnustofan sinnir reglulega er meðal annars pökkun á bréfum, tímaritum, bókum og ýmsum vörum í sölustanda fyrir verslanir.

Einnig tekur vinnustofan að sér ýmis tilfallandi pökkunarverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir.