Ljósmyndaskönnun

Væri ekki skemmtilegra ef öll fjölskyldan ætti aðgang að gömlu skemmtilegu fjölskyldumyndunum í stað þess að leyfa þeim að gleymast í myndaalbúmum uppi í hillu? Ljósmyndaskönnun Blindravinnustofunnar leysir málið á ódýran og skjótan hátt.

Blindravinnustofan býður einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum uppá yfirfærslu á ljósmyndum yfir á stafrænt form á hagstæðari verðum en þekkst hafa. Einstaklingar geta komið með fjölskyldu albúmin og fengið þau skönnuð á örskömmum tíma fyrir lágt verð.