Stuðningur til sjálfstæðis!

Blindravinnustofan gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu, sjónskertu og öðru fólki með fötlun atvinnu og starfa þar um 25 til 30 einstaklingar.

Blindravinnustofan hefur verið starfandi síðan 1941 og markmið og tilgangur hennar er að veita sínu fólki stöðuga atvinnu sem það gæti stundað sér til lífsviðurværis.

Verkefnin eru mismunandi eins og þau eru mörg en til að byrja með voru helstu verkefnin framleiðsla og sala á burstum. Í dag sér Blindravinnustofan  um innpökkun, ljósmyndaskönnun, vörumerkingar og strimlakústagerð. Mikilvægasti hluti starfseminnar er pökkun á hreinlætisvörum sem seldar undir merkjum Blindravinnustofunnar.

Blindravinnustofan stuðlar að auknum stuðningi blindra og sjónskertra til sjálfstæðis

Hreinlætisvörur

Blindravinnustofan pakkar hreinlætisvörum sem seldar eru í mörgum helstu matvöruverslunum landsins undir merki Blindravinnustofunnar. Af stóru verslunarkeðjunum þá bjóða eftirfarandi verslanir vörur Blindravinnustofunnar til sölu: Bónus, Fjarðarkaup, Iceland, Hagkaup, 10/11, Nóatún
Mikil áhersla er lögð á að vörur Blindravinnustofunnar séu í góðum gæðum.

Vörumerking

Blindravinnustofan tekur að sér að merkja ýmsar vörur t.d. með íslenskum varúðarmerkingum, íslenskum leiðbeiningum o.s.frv. Mjög hagkvæm verð.

Ljósmyndaskönnun

Væri ekki skemmtilegra ef öll fjölskyldan ætti aðgang að gömlu skemmtilegu fjölskyldumyndunum í stað þess að leyfa þeim að gleymast í myndaalbúmum uppi í hillu? Ljósmyndaskönnun Blindravinnustofunnar leysir málið á ódýran og skjótan hátt.

Blindravinnustofan býður einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum uppá yfirfærslu á ljósmyndum yfir á stafrænt form á hagstæðari verðum en þekkst hafa. Einstaklingar geta komið með fjölskyldu albúmin og fengið þau skönnuð á örskömmum tíma fyrir lágt verð.

Pökkunarþjónusta

Blindravinnustofan tekur að sér að pakka, flokka og merkja hina ýmsu hluti.

Verkefni sem Blindravinnustofan sinnir reglulega er meðal annars pökkun á bréfum, tímaritum, bókum og ýmsum vörum í sölustanda fyrir verslanir.

Einnig tekur vinnustofan að sér ýmis tilfallandi pökkunarverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Kústar

Strimlakústar eru trékústar með löngum hárum sem henta vel á gróft yfirborð eins og gólf í rútum eða verksmiðjugólf.

Verkefnið kemur frá aðstandendum Kristjáns heitins Tryggvasonar á Akureyri, sem framleiddi þessa kústa í mörg ár, og vilja aðstandendur hans að starfsemin haldist áfram í höndunum á blindum eða sjónskertum einstaklingu