Getum við gert eitthvað fyrir þig?
Ásamt því að pakka og selja hreinlætisvörur fyrir verslanir þá taka starfsmenn Blindravinnustofunnar að sér að pakka, flokka og merkja hina ýmsu hluti fyrir þau sem þess óska. Starfsmenn eru alltaf tilbúin að taka að sér ný og spennandi verkefni, því slíkt skapar fjölbreytni og vettvang fyrir hæfingu og endurhæfingu.
Á Blindravinnustofunni starfar samhentur hópur starfsmanna sem kappkostar að veita góða og skjóta þjónustu. Hyggst þú kaupa þjónustu hafðu þá endilega samband við Blindravinnustofuna á netfangið gmo@blind.is eða í síma 525-0025 og við leysum verkefnið hratt og vel.
Lykilstarfsemi Blindravinnustofunnar er pökkun og sala á hreinlætisvörum til endursölu. Meðal annara verkefna eru til dæmis pökkun á tímaritum og vörumerkingar fyrir fyrirtæki og stofnanir og ljósmyndaskönnun.
Með því að velja Blindravinnustofuna leggur þú þitt af mörkum til að stuðla að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga.